Copy
Skoða fréttabréf í vafra
Nr. 4/2022 Dags. 3. mars 2022


FERÐAFRÉTTIR
FRÉTTIR FRÁ FERÐAMÁLASTOFU

 

MJÖG GÓÐ ÞÁTTTAKA Í HREINT OG ÖRUGGT / CLEAN & SAFE 
 

Fyrr á þessu ári framlengdi Ferðamálastofa verkefni sitt Hreint og Öruggt. Verkefninu er ætlað að hjálpa ferðaþjónustuaðilum að taka á ábyrgan og öruggan hátt á móti viðskiptavinum sínum þegar kemur að sóttvörnum og þrifum.

Rúmlega 370 ferðaþjónustufyrirtæki eru nú þátttakendur í verkefninu. 

Ferðamálastofa vill þakka öllum þeim sem nú þegar eru þátttakendur fyrir skjót og jákvæð viðbrögð og hvetur þau fyrirtæki sem ekki hafa kynnt sér verkefnið að gera það.

Sjá nánar hér

HVAR ER HÆGT AÐ HLAÐA BÍLINN?
 

Til þess að auðvelda ferðamönnum að skipuleggja ferðalög um Ísland á rafbílum vinnur Ferðamálastofa í samstarfi við Orkustofnun, Íslenska nýorku og Íslandsstofu að því að kortleggja staðsetningu hleðslustöðva fyrir rafbíla.

Er þetta í samræmi við stefnu íslenskra stjórnvalda; að íslensk ferðaþjónusta sé þekkt fyrir sjálfbæra þróun, gæði og einstaka upplifun.

Upplýsingum um hleðslustöðvar og staðsetningu þeirra verður miðlað til innlendra og erlendra ferðamanna og ferðasala. Upplýsingarnar verða birtar á fjölbreyttan hátt á miðlum Ferðamálastofu, Íslandsstofu og víðar.

Sendur verður út póstur á alla aðila í ferðaþjónustu í byrjun næstu viku til þess að safna saman upplýsingum um fyrirtæki og ferðamannastaði þar sem ferðamenn geta hlaðið rafbíla á ferð sinni um landið.

ÞJÓÐERNI BROTTFARAFARÞEGA Í FEBRÚAR

 

Bretar voru 38% af erlendum brottfararfarþegum í febrúar sem er álíka og á tímabilinu 2012-2017 en þá voru Bretar á bilinu 37,7%-43,5% af brottfararfarþegum í febrúar. Fjöldi brottfarafluga frá Keflavík er enn undir því sem það var fyrir faraldur og nálgast fyrri umferð hægt en örugglega.

Ítarlegri tölfræði verður birt á vefsíðu Ferðamálastofu 10. mars þegar staðfest tala liggur fyrir hjá Isavia um heildarfjölda brottfarafarþega frá Íslandi í febrúar.

Lesa meira

SAMIÐ UM MARKAÐSSETNINGU NORÐUR- OG AUSTURLANDS Í TENGSLUM VIÐ AKUREYRAR- OG EGILSSTAÐAFLUGVÖLL
 

Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, undirritaði í gær samning við Markaðsstofu Norðurlands og Austurbrú um markaðssetningu Norðurlands og Austurlands í tengslum við flugvellina á Akureyri og Egilsstöðum og aukið millilandaflug þar.
 

Frá undirritun samningsins

Lesa meira

NICEAIR HEFUR SIG TIL FLUGS
 

Þau ánægjulegu tíðindi voru gerð opinber í síðastliðnum mánuði að nýtt flugfélag NiceAir mun hefja millilandaflug frá Akureyri til Bretlands, Danmerkur og Spánar í sumar. 

Líkt og tíðrætt hefur verið, og sérstaklega er tiltekið í opinberri stefnu stjórnvalda í ferðaþjónustu, þá skiptir miklu að dreifing ferðamanna verði víðtækari um landið. Með tilkomu NiceAir með beint flug inn á Akureyri þá skapast mikil tækifæri fyrir ferðþjónustuna sérstaklega á Norður- og Austurlandi.

Lesa meira

SKILAFRESTUR GAGNA VEGNA ENDURMATS TRYGGINGAFJÁRHÆÐA 1. APRÍL
 

Opnað hefur verið fyrir skil á gögnum vegna endurmats tryggingafjárhæða ferðaskrifstofa (árleg skil). Frestur til skila er 1. apríl n.k. Það er því mikilvægt að ferðaskrifstofur fari að huga að skilum og að gera ráðstafanir þar sem ársreikningur þarf að vera tilbúinn 1. apríl n.k.  

Ferðamálastofa mun beita áfram þeim hlutlægu viðmiðum sem var beitt við síðasta endurmat á árinu 2021. Falli rekstrarstaða ferðaskrifstofa undir viðmiðin hyggst Ferðamálastofa nýta heimild til hækkunar tryggingafjárhæða. Nánar má kynna sér viðmiðin hér.  

Lesa meira


This email was sent to <<Email Address>>
why did I get this?    unsubscribe from this list    update subscription preferences
Ferðamálastofa · Geirsgata 9 · Reykjavík 101 · Iceland