Copy
View this email in your browser

FREGNIR
Fréttabréf Upplýsingar
22. september 2020

1. tölublað

Nýjar Fregnir í stað póstlista

Eins og flestir ættu að hafa tekið eftir hefur póstlisti Upplýsingar ekki virkað sem skyldi að undanförnu. Ástæðan er sú að Advania hefur hætt að hýsa og þjónusta póstlista á http://listar.ismennt.is.

Stjórn Upplýsingar hefur því ákveðið að koma fréttum og skilaboðum til félagsmanna með nýjum hætti og mun nú senda út regluleg fréttabréf í staðinn. Hefur fréttabréfið fengið nafnið Fregnir, en það nafn var einmitt notað á fréttabréf Upplýsingar sem gefið var út á árunum 1976 til 2017 með hléum. Er það von stjórnar að lesendur hafi gagn og gaman að.

Þeir sem vilja koma efni í fréttabréfið eru beðnir að senda það á upplysing@upplysing.is. Áfram verður hægt að nota Facebook-síðu Upplýsingar til skrafs og ráðagerða og fréttir verða áfram settar inn á vefinn www.upplysing.is.

Viðtal við Pálínu Magnúsdóttur borgarbókavörð

Á Bókasafnsdeginum 2020 skrifaði Pálína Magnúsdóttir færslu á fésbókarsíðu sína sem komst í hámæli vegna ummæla um að Íslendingar hefðu ekki sambærilegan aðgang að íslenskum rafbókum og lesendur annarra nágrannalanda okkar því útgefendur hefðu ekki áhuga á að gera samninga við bókasöfnin um þær. Ummælin vöktu það mikla athygli að blaðamaður skrifaði um það grein í Fréttablaðið tveimur dögum síðar. Upplýsingu þótti tilvalið að fá Pálínu í stutt viðtal fyrir nýjar Fregnir.

Takið daginn frá!


 

Fyrirhuguð í október 2020
- Vísindaferð Upplýsingar - dagsetning auglýst síðar

27. nóvember 2020 
- Jólagleði Upplýsingar - nánar auglýst síðar

Aðalfundur Upplýsingar 


Aðalfundur Upplýsingar var haldinn þann 27. ágúst 2020. Aðalfundur á að vera haldinn í maí ár hvert, en í ljósi samkomutakmarkana í vor var ákveðið að fresta honum. Á dagskrá fundarins voru hefðbundin aðalfundarstörf. Ný stjórn tók við á fundinum og Jóhanna Gunnlaugsdóttir gerð að heiðursfélaga. Jóhanna hefur kennt bókasafns- og upplýsingafræði við Háskóla Íslands um áratugaskeið og stuðlað að miklum framförum í skjalamálum Íslendinga.

Lesa má aðalfundargerð, skýrslu stjórnar og skoða ársreikninga á heimasíðu Upplýsingar

Jóhanna Gunnlaugsdóttir heiðursfélagi 


Á aðalfundi Upplýsingar, fimmtudaginn 27. ágúst, var Jóhanna Gunnlaugsdóttir gerð að heiðursfélaga Upplýsingar.  Af því tilefni færði starfandi formaður, Barbara Guðnadóttir, Jóhönnu merktan glergrip og blómvönd.

Jóhanna hefur verið fastráðinn kennari í upplýsingafræði (áður bókasafns- og upplýsingafræði) við Háskóla Íslands frá september 1999. Hún var stundakennari við greinina 1997 og 1998.  Áður starfaði hún á bókasafni Garðabæjar en lengst starfsævinnar vann hún hjá Gangskör sf. við að skipuleggja skjala-, bóka- mynda- og önnur gagnasöfn hjá liðlega 100 stofnunum og fyrirtækjum.  Fyrstu árin við Háskólann kenndi Jóhanna flokkun og skráningu auk skjalastjórnar en hin síðari ár einungis námskeið í skjalastjórn við kjörsviðið upplýsinga- og skjalastjórn og rafræn samskipti hjá skipulagsheildum.  Jóhanna hefur leiðbeint fjölda meistara- og doktorsnema í upplýsingafræðum og skjalastjórn og verið gestakennari bæði hér heima og við ýmsa háskóla erlendis. Í byrjun þessa árs sæmdi forseti Íslands Jóhönnu heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu fyrir kennslu og rannsóknir á sviði upplýsingafræði og skjalastjórnunar.

Þó svo að Jóhanna hafi náð 70 ára aldri starfar hún enn við námsbrautina auk þess að sinna nefndar- og stjórnarstörfum innan Háskólans og víðar.

Meðfylgjandi mynd var tekin við afhendingu heiðursviðurkenningar á aðalfundi Upplýsingar 2020.

Ný stjórn tekin við 

Á aðalfundi Upplýsingar sem haldinn var 27. ágúst 2020, var nýtt fólk kosið í stjórnina að mestu. Nýja stjórn skipa þau Þórný Hlynsdóttir, kosin til tveggja ára sem formaður, Barbara Guðnadóttir, sem heldur áfram í eitt ár sem varaformaður, Berglind Hanna Jónsdóttir, kosin til tveggja ára sem gjaldkeri og Stefanía Gunnarsdóttir kosin til tveggja ára sem ritari. Þá gaf meðstjórnandi ekki kost á sér til setu seinna árið sitt og tekur Björg Bjarnadóttir því við í eitt ár.

Ný stjórn hittist á sínum fyrsta stjórnarfundi í Gerðubergi síðastliðinn föstudag og var meðfylgjandi mynd tekin í lok fundar.  Fylgt var reglum um fjarlægð, bæði á fundi og í myndatöku eins og sjá má. Stjórnarmeðlimir eru frá vinstri á myndinni: Björg Bjarnadóttir, Stefanía Gunnarsdóttir, Þórný Hlynsdóttir, Barbara Guðnadóttir og Berglind Hanna Jónsdóttir.

Ný stjórn Upplýsingar þakkar fráfarandi stjórn kærlega fyrir sitt framlag til félagsins og hlakkar til að takast á við þau verkefni sem fyrir liggja.

Morgunkorn

Mánaðarlega stendur Upplýsing fyrir Morgunkornum fyrir félagsmenn.
Aðgangur er ókeypis fyrir félagsmenn Upplýsingar en utanfélagsmenn greiða 1.000 kr.

Glærur frá síðustu Morgunkornum eru komnar á vef Upplýsingar:

27. ágúst 2020
– Menntun í upplýsingafræði, staða, væntingar og horfur – Dr. Jóhanna Gunnlaugsdóttir

8. september 2020
– Bókasafnsdagurinn: Hryllingsbókmenntir – Úlfhildur Dagsdóttir
 

 Fregnir af erlendum vettvangi

Chalmers Library (Svíþjóð) boðar til vefráðstefnu 23. september 2020

Libraries in times of crises- challenges and opportunities
Welcome to Chalmers Annual Library Seminar (ChALS)
- 23rd of September 2020!
ChALS is an annual one-day conference arranged by Chalmers Library. The conference is open for everyone and addresses everyone with an interest in library management and librarianship.
At the moment we’re facing a worldwide crisis through the Corona pandemic. For ChALS this year we wanted to take a look upon crises in general. We will listen to professor Andreas Vårheim teach us about libraries and resilience in our communities. Professor Lisa Hinchliffe will talk about strategic development of libraries' responses to crises. Our aim is to look at what librarians can learn from the crisis we’re living in today and bring with us for future situations.
Cost:400 SEK
Due to Covid 19 the conference will be held digitally.
You are welcome to read the program and enroll at our webpage
www.chalmers.se/chals2020

Ný rannsókn Danmarks Biblioteksforening sýnir fram á að bókasöfn gegna mikilvægu hlutverki í að auka lestraráhuga barna
  • 71% siger, at biblioteket spiller en vigtig rolle i forhold til at øge børns lyst til læsning
  • 42% af forældrene siger, at biblioteket aktivt har været med til at øge børnenes læselyst
  • 80% siger, at bibliotekspersonalet kan hjælpe børnefamilier med at finde relevant børnelitteratur
Undersøgelsen er lavet af Moos-Bjerre for Danmarks Biblioteksforening i maj-juni 2020 blandt 1.505 repræsentativt udvalgte borgere i Danmark i alderen 15 år og derover.
https://www.db.dk/biblioteket-oeger-boerns-laeselyst
 
For yderligere oplysninger, kontakt Danmarks Biblioteksforening
Formand Steen Bording Andersen, tlf. 3057 9985, steen.a@aarhus.dk
Direktør Michel Steen-Hansen, tlf. 4030 5230, msh@db.dk

Listakonan Baek Hee-Na frá Suður-Kóreu hlaut hin virtu Astrid Lindgren barnabókaverðlaun (Alma) í ár, en Baek Hee-Na er þekkt víða í Asíu fyrir myndskreytingar sínar, en nokkrar bóka hennar hafa verið gefnar út í Evrópu

 
Smellið á mynd til að lesa meira
Twitter
Facebook
Website
Upplýsing á YouTube
© 2020

Upplýsing - félag bókasafns- og upplýsingafræða 

www.upplysing.is
upplysing@upplysing.is


Viltu breyta áskrift þinni?
Hér getur þú breytt áskrift eða afskráð þig af þessum póstlista.


 


This email was sent to <<Email Address>>
why did I get this?    unsubscribe from this list    update subscription preferences
Upplýsing · Pósthólf 8865 · Reykjavík 128 · Iceland

Email Marketing Powered by Mailchimp