ALLSKONAR ÖÐRUVÍSI
Skáldskapur í margbreytilegum heimi

Árleg ráðstefna um skáldskap fyrir börn og unglinga í Gerðubergi laugardaginn 5. mars kl. 10:30. Gestum gefst tækifæri til að hlýða á fyrirlesara og taka þátt í umræðum um hlutverk og stöðu bókmennta fyrir börn og ungmenni í dag.
Í ár er sjónum beint að því hvernig margbreytileiki birtist í barnabókmenntum. Um mikilvægi þess að tilheyra og eiga heima í skáldskap. Persónur, börn og unglingar, fjölskyldur, kyn, kynhneigð, efnahagur, skynjun, þjóðerni, tungumál, trú, upplifun á veruleikanum er allskonar og það er gott að vera öðruvísi.
|