Copy
View this email in your browser

FREGNIR
Fréttabréf Upplýsingar
26. ágúst 2021

3. tölublað 2021

Hvatningarverðlaun Upplýsingar 2021


Frestur til að skila tilnefningum til hvatningarverðlauna Upplýsingar hefur verið framlengdur til 31. ágúst 2021!

Hvatningarverðlaunin, sem veitt verða í annað sinn á Bókasafnsdaginn 8. september 2021, eru veitt starfsmönnum og/eða starfsstöðum fyrir einstök verkefni er stuðla að aukinni nýbreytni og þróunarstarfi á bókasöfnum. Allir geta sent inn tilnefningar; starfsfólk sem og notendur bókasafna.
 
Markmiðið með verðlaununum er að:

  • Veita starfsfólki bókasafna jákvæða hvatningu í starfi.
  • Vekja athygli á því gróskumikla starfi sem fram fer á vegum bókasafna.
  • Stuðla að aukinni nýbreytni og þróunarstarfi.

Nánari upplýsingar eru að finna á heimasíðu Upplýsingar.
Beinn tengill á tilnefningu: https://forms.gle/Ycc152zsoCPijwhX8
 
Opið er fyrir tilnefningar til og með 31. ágúst 2021.
 
Með bestu kveðju,
Undirbúningsnefnd Bókasafnsdagsins og stjórn Upplýsingar

Morgunkorn á Bókasafnsdaginn 8. sept. 2021

Þema dagsins er: Lestur er bestur - fyrir jörðina


 

Að venju verður haldið sérstakt Morgunkorn að morgni Bókasafnsdagsins þar sem félagsmenn Upplýsingar og starfsmenn bókasafna koma saman, halda upp á Bókasafnsdaginn, þiggja léttar veitingar og hlusta á erindi í tilefni dagsins. 
Við hefjum gleðina á morgunkaffi með covid sniði kl.8:30 en dagskráin sjálf hefst 8:45. 

Staður: Náttúrufræðistofnun Íslands þar sem hægt verður að tryggja ábyrga fjarlægð milli einstaklinga

  • 08:15 – Húsið opnar/morgunmatur
  • 8:40/8:45 – Formaður Upplýsingar kynnir
  • 8:45-9:15 – Sævar Helgi Bragason eða Stjörnu Sævar flytur erindi 
  • 9:15- 9:20 – Kynning á vali starfsfólks og gesta bókasafna þegar kemur að leslista í tengslum við þema dagsins
  • 9:20 – Afhending Hvatningarverðlauna Upplýsingar
Að venju verður Morgunkornið sent út í streymi en þeir sem vilja mæta á staðinn eru beðnir um að skrá sig.

 
Skráning á Morgunkorn
Viðburðurinn á Facebook
Bókasafnsdagurinn - meiri upplýsingar!

Auglýst eftir umsóknum í Bókasafnasjóð

Vakin er athygli á auglýsingu um umsóknir í Bókasafnasjóð á vef Rannís, en umsóknarfrestur er til 15. september.

Fjármagn fékkst í fyrsta skipti í sjóðinn á fjárlögum 2021 og bókasafnaráð vann s.l. vetur að því að koma umsóknarferlinu á, í samstarfi við Rannís. Ráðið fer síðan yfir umsóknirnar og úthlutar úr sjóðnum, skv. bókasafnalögum nr. 150/2012.

Landsfundur Upplýsingar 2021


Grannt er fylgst með stöðu faraldursins, en ef ekkert breytist stefnum við ennþá á að hittast á Landsfundi á Ísafirði 23.-24. september 2021. Við viljum samt benda ráðstefnugestum sem ætla að fljúga vestur að kaupa sveigjanlega flugmiða. Verði ekki af landsfundi verða sjálf ráðstefnugjöldin að sjálfsögðu endurgreidd að fullu.

Við minnum hópa, sem vilja hittast kl. 16 í lok dagskrár fyrri daginn, að láta skipuleggjendur vita um netfangið edda@isafjordur.is

Að lokum bendum við á að Landsfundurinn er ráðstefna og því styrkhæfur í gegnum starfsþróunarsjóði flestra stéttarfélaga.

Skráningu er að finna hér. 

Nefndir og ráð

Upplýsing leitar að öflugu og framsýnu fólki til starfa í alls konar nefndir og ráð á vegum félagsins.

Okkur dreymir um að endurlífga tímaritið okkar Bókasafnið á rafrænu formi, höfðar það til þín?

Upplýsing á fulltrúa í eftirfarandi ráðum og nefndum, ef einhver þeirra höfðar til þín væri gott að vita af því þegar kemur að því að tilnefna á ný:
- Blái skjöldurinn
- Íslensk málnefnd
- Bókasafnaráð
- ALMA Astrid Lindgren barnabókaverðlaunin
- Höfundarréttarráð
- Undirbúningsnefnd bókasafnsdagsins
- Undirbúningsnefnd Landsfundar
- Undirbúningsnefnd Málþings Upplýsingar
- Ritnefnd Bókasafnsins

Rafræn félagsskírteini

Eins og glöggir félagsmenn hafa væntanlega tekið eftir hafa límmiðar ekki ennþá borist á félagsskírteini Upplýsingar. Ástæðan er sú að um þessar mundir vinnur stjórn Upplýsingar að því að gera félagsskírteinin alfarið rafræn og er sú vinna nú á lokametrunum.

Í haust verða rafræn félagsskírteini send þeim sem greitt hafa félagsgjöld, auk leiðbeininga um hvernig hægt er að sækja skírteinin og koma þeim í símann.

Twitter
Facebook
Website
Upplýsing á YouTube
© 2021

Upplýsing - félag bókasafns- og upplýsingafræða 

www.upplysing.is
upplysing@upplysing.is


Viltu breyta áskrift þinni?
Hér getur þú breytt áskrift eða afskráð þig af þessum póstlista.


 






This email was sent to <<Email Address>>
why did I get this?    unsubscribe from this list    update subscription preferences
Upplýsing · Pósthólf 8865 · Reykjavík 128 · Iceland

Email Marketing Powered by Mailchimp