Copy
View this email in your browser

FREGNIR
Fréttabréf Upplýsingar
16. maí 2021

2. tölublað 2021

Aðalfundur Upplýsingar 20. maí - taktu daginn frá!


Eins og fram kom í fundarboði sem sent var til félagsmanna fyrr í mánuðinum verður aðalfundur Upplýsingar haldinn í húsnæði Borgarbókasafsins Gerðubergi þann 20. maí nk. kl. 13:00.

Dagskrá aðalfundar:
a) Skýrsla stjórnar.
b) Skýrslur hópa og nefnda.
c) Reikningar félagsins.
d) Ákvörðun launa og þóknunar til stjórnarmanna.
e) Fjárhags- og framkvæmdaáætlun næsta starfsárs.
f) Árgjald.
g) Lagabreytingar.
h) Kosning stjórnar og varamanna, sbr. 5 gr.
I) Kosning skoðunarmanna reikninga.
j) Kosning í fastanefndir til tveggja ára í senn.
k) Önnur mál.

Upplýsing býður félagsmönnum upp á veitingar eftir fundinn. Atkvæðisrétt á aðalfundi hafa allir skuldlausir félagar.

Fundinum verður streymt og tengill á fundinn verður sendur út síðar. Vegna fjöldatakmarkana eru þau sem hyggja á að sitja aðalfundinn í Gerðubergi beðin að skrá sig hér.

FYLLTU Á TANKINN – EFTIR COVID

 

Eftir aðalfundinn þann 20. maí, um kl. 14, kemur Sirrý Arnardóttir til okkar í Gerðuberg með léttan og hagnýtan fyrirlestur sem ber heitið FYLLTU Á TANKINN - EFTIR COVID.

,,VERKFÆRAKISTA” MEÐ AÐFERÐUM TIL AÐ EFLA SJÁLFSTRAUST, STÆKKA TENGSLANETIÐ OG NJÓTA SÍN MEÐ ÖÐRU FÓLKI (EFTIR KREFJANDI TÍMA COVID).

Sirrý Arnardóttir hefur 30 ára reynslu sem fjölmiðlakona en vinnur nú sem stjórnendaþjálfari og fyrirlestari. Hún kennir við Háskólann á Bifröst og er höfundur 7 bóka bæði fyrir börn og fullorðna. www.sirry.is

Athugið að fyrirlestrinum verður streymt strax eftir aðalfund, en verður ekki tekinn upp.

„Hugsaðu þér stað“

Morgunkorn var haldið 25. mars kl. 9 og bar það yfirskriftina "Hugsaðu þér stað". Þar ræddi Dögg Sigmarsdóttir, verkefnastjóri borgaralegrar þátttöku á Borgarbókasafninu, um þá vitundavakningu sem á sér stað um bókasöfn sem samfélagsrými og vettvang lýðræðis. 

Morgunkornið er aðgengilegt á YouTube-rás Upplýsingar, sjá hér að neðan.

"Hugsaðu þér stað" - Dögg Sigmarsdóttir

Könnun um mætingu á Landsfund


Nú krossum við fingur að við fáum að hittast á Landsfundi á Ísafirði 23.-24. september 2021. Dagskráin er metnaðarfull og spennandi (nánari upplýsingar berast síðar) en ráðstefnan sjálf verður haldin í Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Til að hjálpa við skipulagið (t.a.m. varðandi gistingu og veitingar) biðjum við ykkur um að svara stuttri könnun. Athugið að þetta er ekki skráning, bara könnun!

Einnig minnum við hópa, sem vilja hittast kl. 16 í lok dagskrár fyrri daginn, að láta skipuleggjendur vita um netfangið edda@isafjordur.is

Að lokum bendum við á að Landsfundurinn er ráðstefna og því styrkhæfur í gegnum starfsþróunarsjóði flestra stéttarfélaga.

Könnunina er að finna hér: Landsfundur Upplýsingar 2021 - þátttökukönnun (google.com)
 

Erum við með réttar upplýsingar um þig?

What Controlled Digital Lending does to Make Every Book Available Online |  by EveryLibrary | EveryLibrary | MediumStjórn Upplýsingar vill minna félagsmenn á að senda upplýsingar ef breytingar verða t.d. á heimilisfangi og netfangi. Eftir aðalfund verður hafist handa við að senda út ný félagsskírteini og límmiða á þau og þá er nú betra að upplýsingar séu réttar í félagatalinu.

Íslenski bókavörðurinn í aðalhlutverki í heimildarmynd fyrir Kínverskan almenning


Fyrir stuttu heimsótti kvikmyndagerðarkonan Karlotta Jiaquian Chen, sem búsett er á Íslandi, Borgarbókasafnið til að búa til heimildamynd um safnið.

Karlotta hafði ekki mikla þekkingu á starfsemi safnsins þegar hún tók þátt í kynningarmyndbandi á vegum þess. Eftir spjall við verkefnastjóra, heillaðist hún svo mjög, að hún hafði samband síðar og bað um að fá að taka upp efni til að kynna starfsemi safnsins fyrir samlöndum sínum í Kína.

Útkoman er heimildamynd þar sem áhorfandinn fylgir bókaverðinum Valgeiri Gestssyni eftir á venjulegum vinnudegi auk þess sem tekin eru viðtöl við aðra starfsmenn og gesti safnsins.  Myndin hefur vakið mikla athygli og er gaman að lesa athugasemdir áhorfenda sem eru hrifnir af afslöppuðu andrúmsloftinu á safninu auk þess sem tónlistarsenan á Íslandi vekur mikla athygli.

Slóð á myndbandið má finna hér: https://www.bilibili.com/video/BV1T5411w7hS

Hvatningarverðlaun Upplýsingar 2021


Auglýst er eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna Upplýsingar sem afhent verða í annað sinn á Bókasafnsdaginn miðvikudaginn 8. september 2021. Verðlaunin verða veitt starfsmönnum og/eða starfsstöðum fyrir einstök verkefni er stuðla að aukinni nýbreytni og þróunarstarfi á bókasöfnum. Allir geta sent inn tilnefningar; starfsfólk sem og notendur bókasafna.
 
Markmiðið með verðlaununum er að:

  • Veita starfsfólki bókasafna jákvæða hvatningu í starfi.
  • Vekja athygli á því gróskumikla starfi sem fram fer á vegum bókasafna.
  • Stuðla að aukinni nýbreytni og þróunarstarfi.

Nánari upplýsingar eru að finna á heimasíðu Upplýsingar.
Beinn tengill á tilnefningu: https://forms.gle/Ycc152zsoCPijwhX8
Veggspjald til útprentunar verður sent með næsta Fregni.
 
Opið er fyrir tilnefningar til og með 15. ágúst 2021.
 
Með bestu kveðju,
Undirbúningsnefnd Bókasafnsdagsins og stjórn Upplýsingar

Framtíðarnefndin

Upplýsing leitar að öflugu og framsýnu fólki í Framtíðarnefnd. Verkefni nefndarinnar er að undirbúa málþing sem endurspeglar nám og þarfir íslenskra bókasafna í síbreytilegum heimi haustið 2022.

Kjörið tækifæri fyrir áhugasama félagsmenn sem vilja láta til sín taka!

Áhugasamir geta sent tölvupóst á upplysing@upplysing.is

Twitter
Facebook
Website
Upplýsing á YouTube
© 2021

Upplýsing - félag bókasafns- og upplýsingafræða 

www.upplysing.is
upplysing@upplysing.is


Viltu breyta áskrift þinni?
Hér getur þú breytt áskrift eða afskráð þig af þessum póstlista.


 


This email was sent to <<Email Address>>
why did I get this?    unsubscribe from this list    update subscription preferences
Upplýsing · Pósthólf 8865 · Reykjavík 128 · Iceland

Email Marketing Powered by Mailchimp