Copy
View this email in your browser

FREGNIR
Fréttabréf Upplýsingar
17. mars 2021

1. tölublað 2021

„Tungumálatöffarar“

Fyrsta morgunkorn ársins var haldið í streymi þann 17. febrúar undir yfirskriftinni „Tungumálatöffarar". Rósa Björg Jónsdóttir, verkefnastjóri Bókasafns Móðurmáls, kynnti safnið sem er fjölmenningasafn fyrir börn og unglinga. Það er alfarið rekið í sjálfboðastarfi og byrjaði smátt í kjallara út í bæ en hefur stækkað ört á síðastliðnum árum. Rósa Björg fjallaði um starfsemi safnsins, hvað þau gera, hvað þau langar að verða og þau fjölbreyttu verkefni sem safnið hefur staðið fyrir.

Öll Morgunkornin eru gerð aðgengileg á YouTube-rás Upplýsingar.

"Tungumálatöffarar" - Rósa Björg Jónsdóttir, Bókasafn móðurmáls

Morgunkorn 25. mars - taktu frá daginn!


Næsta Morgunkorn Upplýsingar verður 25. mars kl. 9
 og ber yfirskriftina "Hugsaðu þér stað". Dögg Sigmarsdóttir, verkefnastjóri borgaralegrar þátttöku á Borgarbókasafninu, mun tala um þá vitundavakningu sem á sér stað um bókasöfn sem samfélagsrými og vettvang lýðræðis. Dögg mun sérstaklega ræða þróun þátttökumiðaðra verkefna á bókasafninu og áherslu á samsköpun í menningarstjórn. 

Morgunkornið verður haldið í streymi og nánar auglýst síðar.

Landsfundur 2021


Undirbúningsnefnd Landsfundar 2020 hefur nú dregið strik yfir gamla ártalið og heldur áfram þar sem frá var horfið. Enginn veit hvað framtíðin ber í skauti sér en nefndin vonar að árið 2021 verði gæfulegra fyrir þessa mikilvægu samkomu sem Landsfundurinn er.

Stefnt er því að halda Landsfund á Ísafirði 23.-24. september 2021. Takið dagana frá og fylgist með á FB-síðu Landsfundar, þar verður fljótlega birtin könnun um þátttöku sem mikilvægt er að sem flestir skoði.

Íslenskar rafbækur


What Controlled Digital Lending does to Make Every Book Available Online |  by EveryLibrary | EveryLibrary | MediumStjórn Upplýsingar styður framtak SFA (Samtök forstöðumanna almenningsbókasafna) sem sendu Mennta- og menningamálaráðherra bréf á dögunum varðandi skort á aðgengi íslenskra rafbóka í Rafbókasafninu sem almenningsbókasöfnin hafa rekið frá árinu 2017. Í bréfinu er lýst yfir vonbrigðum með að ekki hafi náðst samningar við útgefendur um aukið framboð og hve framboð á slíku efni sé enn háð efnahag á Íslandi sem er á skjön við markmið bókasafnalaga nr. 150/2012. Stjórn SFA ákvað að taka saman upplýsingar um raf- og hljóðbækur í bókasöfnum og senda, í nafni formanns fyrir hönd stjórnar, erindi til bókasafnsráðs sem var endurvakið á árinu. Seinna í ferlinu var ákveðið að senda yfirlýsinguna beint á Lilju Alfreðsdóttur ráðherra mennta- og menningarmála og kalla eftir viðbrögðum. Bréfið er birt á vef Upplýsingar með góðfúslegu leyfi SFA.

Afslættir fyrir félagsmenn

Félagsaðild að Upplýsingu veitir aðgang að margskonar fræðslu og fríðindum og tengir þig við samfélag einstaklinga sem starfa á sama sviði. Auk aðgangs að félags- og faglegu starfi Upplýsingar og afsláttar af ákveðnum ráðstefnugjöldum bjóðast félagsmönnum ýmis afsláttarkjör:

  • 20% afsláttur af bókum og tímaritum í bókabúðum Eymundsson gegn framvísun félagsskírteinis
  • 20% afsláttur í IÐU Zimsen gegn framvísun félagsskírteinis
  • 20% afsláttur af Landsfundi Upplýsingar
  • 10% afsláttur af völdum námskeiðum hjá Promennt
  • 10% afsláttur í A4 gegn framvísun félagsskírteinis
Tæmandi listi yfir hin ýmsu fríðindi sem félagsmönnum bjóðast er aðgengilegur á vef Upplýsingar.

Framboð og kosningar hjá IFLA

Hjá alþjóðasamtökum IFLA stendur nú yfir umfangsmikil leit að fulltrúm í ýmsar nefndir og ráð, auk formanns og gjaldkera þarf að kjósa fulltrúa í stjórn samtakanna, fulltrúa í Evrópudeild og fulltrúa í ráðgjafarnefnd um menningararf svo fátt eitt sé nefnt. Nánar um kosningarnar: https://www.ifla.org/node/93676

Framboðsfrestur er til 16. apríl næstkomandi og kosið verður til 2ja ára, frá ágúst 2021 til ágúst 2023, í nefndirnar þarf 3 meðmælendur.
 
Nánar um fulltrúadeild Evrópu: Regional Division Committee – Europe 
https://www.ifla.org/node/93689 
Nánar um ráðgjafarnefnd um menningararf: AdvisoryCommittee for Cultural Heritage 
https://www.ifla.org/node/93697

Á fundi norrænna bókavarðafélaga þann 8. mars sl. var meðal annars rætt um mikilvægi þess að koma 
fólki frá Norðurlöndunum í eftirfarandi nefndir og fulltrúi Upplýsingar hvattur til að finna góðan fulltrúa Íslands.

Stjórn Upplýsingar kemur áhugasömum félagsmönnum á framfæri, ekki hika við að hafa samband við okkur ef þú hefur áhuga!

Blái skjöldurinn - varðveisla menningarverðmæta

Upplýsing leitar að fulltrúa í stjórn Bláa skjaldarins. Einn hefur boðið fram krafta sína en við þurfum að tilnefna tvo. Endilega kynnið ykkur starfsemi Bláa skjaldarins á vef þeirra (https://blaiskjoldurinn.is/) en þaðan er þessi texti fenginn: 
 
“Alþjóðasamtök Bláa skjaldarins – International Committee of the Blue Shield – voru stofnuð árið 1996 til að vinna að verndun menningararfs sem er í hættu vegna náttúruhamfara og stríðsátaka. Það voru aðilar alþjóðasamtaka safna (ICOM), menningarminjastaða (ICOMOS), skjalasafna (ICA) og bókasafna (IFLA) sem komu að stofnun Bláa skjaldarins en grundvöllur í starfi hans er Haag-sáttmálinn frá 1954. Eins og áður segir er markmið Bláa skjaldarins að vinna að verndun menningararfs heimsins með því að samhæfa viðbragðsáætlanir þar sem hættuástand verður. […] Þann 24. október 2014, á degi Sameinuðu þjóðanna, var landsnefnd Bláa skjaldarins á Íslandi stofnuð en Íslendingar þekkja vel afl náttúrunnar og þær hamfarir sem geta orðið af hennar sökum á mannlegt samfélagMarkmiðið með stofnun landsnefndarinnar er meðal annars að auka fagþekkingu þeirra sem starfa á menningarsöfnum um vernd menningararfsins með tilliti til þeirrar vár sem kann að steðja að honum. Má þar nefna til dæmis viðbrögð við náttúruvá, svo sem jarðskjálftum og öskufalli vegna eldgosa, sem við höfum upplifað á síðustu árum.” 
 
Endilega setjið ykkur í samband við formann Upplýsingar, formadur@upplysing.is ef þið hafið áhuga á að kynnast starfseminni og leggja henni lið.

Twitter
Facebook
Website
Upplýsing á YouTube
© 2021

Upplýsing - félag bókasafns- og upplýsingafræða 

www.upplysing.is
upplysing@upplysing.is


Viltu breyta áskrift þinni?
Hér getur þú breytt áskrift eða afskráð þig af þessum póstlista.


 


This email was sent to <<Email Address>>
why did I get this?    unsubscribe from this list    update subscription preferences
Upplýsing · Pósthólf 8865 · Reykjavík 128 · Iceland

Email Marketing Powered by Mailchimp