- Talmottan er þunn motta eða plata á borð, grunntáknmyndir fyrir jákvætt, hlutlaust/veit ekki, neikvætt, og táknmyndir sem afmarka hvert viðfangsefni sem um er rætt.
- Hún nýtist vel með fólki sem hefur lítið eða ekkert talmál
- Hún nýtist líka vel með fólki sem hefur talmál, en á e.t.v. erfitt með að halda yfirsýn í umræðuefni, eða að tala um framtíðina/hið liðna
- Hún gefur tækifæri til að skipta um skoðun
- Hún gerir samtalið sýnilegt og gefur fólki tíma til að hugsa og svara
|
|
Auðvelt er að útbúa talmottusett heima um þau umræðuefni
sem skipta máli hverju sinni
|
|
|
Nýtt á heimasíðu Fjölmenntar:
Gögn frá námsbrautinni "Líf mitt með öðrum" - námsefni sérsniðið að fólki á einhverfurófi
|
|
|
Á heimasíðu Fjölmenntar má nú finna öll gögn sem þróuð voru í tengslum við námsbrautina "Líf mitt með öðrum" árið 2015. Námsbrautin var þróuð fyrir fólk á einhverfurófi sem þarf mikinn stuðning í daglegu lífi.
Í þróunarverkefninu var allt kapp lagt á að umhverfi, viðmót og allar aðstæður væru þannig úr garði gerðar að þátttakendur á námsbrautinni gætu notið sín sem allra best. Ekki síst fólst það í góðum skilningi á aðstæðum þeirra, upplifun og líðan og góðu og skýru fyrirkomulagi. Skipulögð vinnubrögð og hugmyndafræði TEACCH nýttist afar vel við þróun kennsluleiða og uppsetningu kennslurýmis og námsefnis.
|
|
|
|
Á heimasíðu Fjölmenntar má sjá allt námsefni og kennsluleiðbeiningar fyrir námsgreinarnar fjórar sem voru hluti af námsbrautinni: Íþróttir, matreiðsla, tónlist og tölvur.
Einnig eru þar gögn og leiðbeiningar sem snúa að undirbúningi, sameiginlegum tímum, lokaverkefni, námsmati og útskrift á mjög aðgengilegu formi.
|
|
Gögnin geta nýst öllum sem vinna við nám og kennslu fólks á einhverfurófi, hvort sem er í framhaldsskóla eða fullorðinsfræðslu.
|
|
|
Þjónusta ráðgjafa
og umsókn um ráðgjöf og fræðslu
|
|
|
Hjá Fjölmennt er boðið upp á ráðgjöf og fræðslu til þeirra sem sækja námskeið í fullorðinsfræðslu og tengiliða þeirra um land allt, þeim að kostnaðarlausu. Þjónustan miðar að því að nám þátttakenda nýtist þeim sem best.
Ráðgjöf getur falist í:
- Ráðgjöf til fatlaðs fólks, þeirra sem eru í námi og þeirra sem langar að sækja um nám.
- Ráðgjöf til símenntunarstofnana og annarra fræðsluaðila sem bjóða eða hafa hug á að bjóða framhaldsfræðslu fyrir fatlað fólk.
- Ráðgjöf til kennara eða leiðbeinenda sem starfa við framhaldsfræðslu fyrir fatlað fólk.
- Ráðgjöf til aðstoðarfólks, tengla, aðstandenda og annarra talsmanna þátttakenda á heimilum og vinnustöðum þeirra.
|
|
Fræðsla getur verið um ýmsa þætti sem tengjast námi þátttakenda og geta hjálpað við yfirfærslu námsins á daglegt líf, til dæmis:
- Önnur skynjun - að skilja fólk á einhverfurófi
- Sjónrænt skipulag
- Óhefðbundin tjáskipti og tjáskiptatækni
- Notkun snjalltækja í daglegu lífi
- Rofar og möguleikar til virkari þátttöku
- Hlutverk aðstoðarfólks í námi fólks með þroskahömlun og/eða á einhverfurófi
- Fræðsla um námsfyrirkomulag og þjónustu Fjölmenntar fyrir verkefnastjóra og leiðbeinendur annarra fræðsluaðila
|
|
Ráðgjafar hvetja lesendur fréttabréfsins til að nýta sér þjónustuna og að hafa samband ef einhverjar spurningar vakna
|
|
|
Hringdu í síma 530 1300 og fáðu samband við ráðgjafa:
- Anna Soffía Óskarsdóttir er kennsluráðgjafi á sviði samsettra fatlana og tjáskiptaraskana: annaso@fjolmennt.is
- Helle Kristensen er ráðgjafi á sviði snjalltækja og býður upp á fræðslu um hlutverk aðstoðarfólks í námi: helle@fjolmennt.is
- Jarþrúður Þórhallsdóttir er einhverfuráðgjafi: jarthrudur@fjolmennt.is
|
|
Einnig er hægt að senda tölvupóst á radgjof@fjolmennt.is
|
|
|
|
|