Nóvember / desember 2021
Komið þið sæl
Þetta er síðasta fréttabréf ársins frá ráðgjafardeild Fjölmenntar. Fréttabréfið er sent út á tveggja mánaða fresti og felur í sér fræðslumola sem tengjast námi þátttakenda og kynningu á nýju efni á heimasíðu Fjölmenntar.
Markmið fréttabréfsins er að stuðla að því að þátttakendum nýtist námið sem best og að kynna möguleika í námi fyrir fólk með þroskahömlun og/eða á einhverfurófi.
Anna Soffía Óskarsdóttir, Helle Kristensen og Jarþrúður Þórhallsdóttir
ráðgjafar
Fjölmennt, símenntunar- og þekkingarmiðstöð
|