Copy

Fróðleiksmolar

frá ráðgjafardeild Fjölmenntar,
símenntunar- og þekkingarmiðstöðvar

 

Apríl 2021

Komið þið sæl

Hér er fréttabréf apríl mánaðar frá ráðgjafardeild Fjölmenntar. Fréttabréfið er sent út einu sinni í mánuði og segir frá því helsta sem er á döfinni hverju sinni í bland við fræðslumola.

Markmið fréttabréfsins er að stuðla að því að þátttakendum nýtist námið sem best og að kynna möguleika í námi fyrir fólk með þroskahömlun og/eða á einhverfurófi.

Fréttabréfið er sent forstöðumönnum og tenglum/talsmönnum á heimilum og vinnustöðum/dagþjónustu fatlaðs fólks. Einnig er bréfið sent til forstöðumanna og verkefnastjóra á símenntunarstöðvum landsins.

Anna Soffía Óskarsdóttir, Helle Kristensen og Jarþrúður Þórhallsdóttir

ráðgjafar

Fjölmennt, símenntunar- og þekkingarmiðstöð 

Í þessu fréttabréfi...

 

Í þessu fréttabréfi er fjallað um eftirfarandi:

 • Fræðslumoli mánaðarins: Tjáskiptatöflur - frá stökum táknum til nýjustu tækni
 • Nýtt á heimasíðu Fjölmenntar: Leiðbeiningar um smáforritið Bitsboard
 • Þjónusta ráðgjafa og umsókn um ráðgjöf og fræðslu

Fræðslumoli mánaðarins:
Tjáskiptatöflur - frá stökum táknum til nýjustu tækni

Á námskeiðum hjá Fjölmennt er rík áhersla lögð á að finna leiðir sem henta þátttakendum sem ekki nota hefðbundið mál. Fyrir þann sem lítið tjáir sig er merkilegt að geta valið milli tveggja kosta. Sumum hentar að velja milli tveggja hluta sem tengjast valkostunum, eða tveggja mynda. Það má benda með hönd eða fæti, nota hljóð, eða horfa á táknið sem valið er. Sumir þurfa að tengja saman og hafa skýran ramma um valið, aðrir þurfa að hafa nógu langt á milli til að ljóst sé hvor kosturinn er valinn.
Arnar velur lag til að hlusta á með Guðrúnu Erlu kennara með því að benda á skjá.
Gott er að byrja á tveimur valkostum, t.d. "vil – vil ekki" eða "já – nei". Síðan má fjölga valkostum hægt og rólega. Nafnorðin verða fljótt ekki nóg. Kjarnaorðin þurfa að koma mjög fljótt og orð um að gera, orð yfir skoðanir og tilfinningar þurfa að fylgja með – skemmtilegt, leiðinlegt, fallegt, ljótt, góður, vondur. Glaður, ánægður, en líka leiður, reiður, óánægður.

Ekki má vanmeta pappírsgögn og hluti
sem geta hentað mjög mörgum

 • Engar rafhlöður - ekkert vandamál með forrit og tengingar
 • Ódýrt í framleiðslu - auðvelt að endurnýja
 • Lausum myndtáknum má raða og endurraða og skipta út í tjáskiptunum
 • Einfaldar töflur geta tengst saman í bók eða möppu
Sjá dæmi um samtalsbók
Sjá dæmi um flóknari pappírsgögn

Tæknin getur gert mikið fyrir marga.
Sumum þykir auðveldara að benda á skjá á spjaldtölvu

og fyrir aðra hefur augnstýribúnaður opnað nýja möguleika

Þegar notaðar eru tjáskiptatöflur á skjá er einfaldara að skipta frá töflu til undirtöflu, meðan notandinn þarf e.t.v. aðstoð við að gera það í pappírsgögnunum. Það eykur líkurnar á að tjáskiptin verði lengri og innihaldsmeiri.

Aðrir geta ekki bent á skjá, en eiga mikið innra mál. Þá getur augnstýribúnaður við tölvuna verið besta lausnin. Að geta sagt, í stað þess að treysta á að aðrir lesi rétt úr svipbrigðum, eða að velja sjálfur myndband, púsla eða spila tölvuleik er ný tegund af frelsi og þátttöku.

Tjáskiptatöflur geta opnað nýja veröld þar sem notandi getur gert kröfur og tekið virkari þátt í daglegu lífi sínu. Að geta sagt við mömmu „ég elska þig“, eða að þetta myndband sé „æðislegt“, eða að peysan sé „ljót“ eða „óþægileg“ er mikilvægt. En fyrir annan er jafn mikilvægt að geta valið að fara í ísbúð eða á kaffihús, rúnta um bæinn, eða keyra upp í sveit þegar farið er í bíltúr.

Tjáskiptatöflur þarf að að uppfæra reglulega, bæta inn nýjum orðum eftir þörfum og passa að orðinn sem notandinn vill eða þarf séu til staðar. iPad getur ekki notað íslenska tölvurödd eins og er, en vonandi horfir það til bóta fljótlega.

Á námskeiðum hjá Fjölmennt gefst þátttakendum kostur á að prófa ýmis tjáskiptaforrit

 • Sounding board (iPad) er frítt. Fljótlegt er að búa til einfaldar tjátöflur og að breyta töflum eftir þörfum hverju sinni.
 • Snap Core First (iPad, Windows spjald eða tölva) er íslenskað forrit sem byggir á nýjustu þekkingu um kjarnaorðaforða málsins. Með því fylgir ýtarleg námskrá til tjákennslu. Talar íslensku í windows tölvu og einnig er hægt að nota augnstýribúnað.
 • Communicator 5 forritið er mjög fullkominn tjátöflusmiður (Windows tölvur). Það notar íslenskan talgervil og gengur einnig við augnstýribúnað.
SoundingBoard: Leiðbeiningar til útprentunar
SoundingBoard: Kennslumyndband
Lesa um Snap Core First á heimasíðu tobii dynavox
Lesa um Communicator 5 á heimasíðu tobii dynavox

Nýtt á heimasíðu Fjölmenntar: 
Leiðbeiningar um smáforritið Bitsboard

Smáforritið Bitsboard er margverðlaunað kennsluforrit sem hægt er að nota á fjölbreyttan hátt í námi eða annars staðar þar sem not er fyrir áhugaverða afþreyingu sem tengist áhugamáli og eflir orðaforða. Fyrir þá sem vilja æfa lestur eða hafa áhuga á að vinna með bókstöfum og stafsetningu er forritið einnig mjög gagnlegt.
Forritið byggir á svokölluðum borðum sem hvert og eitt innihalda röð af myndum, orðum og hljóðupptökum.
Hægt er að gera ýmsar stillingar á hverju verkefni fyrir sig og aðlaga það þannig að eigin þörfum.
Forritið býr til fjölda verkefna úr hverju borði sem gerir manni kleift að vinna með myndir og orð á fjölbreyttan hátt.
Hægt er að búa til eigin borð úr myndum og orðum sem tengjast ákveðnu námsefni eða áhugamáli.
Á heimasíðu Fjölmenntar má finna myndrænar leiðbeiningar til útprentunar um forritið. Þar er farið í notkun verkefna forritsins og helstu stillingar, hvernig hægt er að búa til eigin borð, hlaða niður borðum sem aðrir hafa búið til og deila borði með öðrum.
Bitsboard: Leiðbeiningar til útprentunar

Á heimasíðu Fjölmenntar má einnig finna leiðbeiningar og kennslumyndbönd um fjölmörg önnur smáforrit
sem öllum er frjálst að nota

Fræðsluefni tengt snjalltækjum á heimasíðu Fjölmenntar

Þjónusta ráðgjafa
og umsókn um ráðgjöf og fræðslu

Hjá Fjölmennt er boðið upp á ráðgjöf og fræðslu til þeirra sem sækja námskeið í fullorðinsfræðslu og tengiliða þeirra um land allt, þeim að kostnaðarlausu. Þjónustan miðar að því að nám þátttakenda nýtist þeim sem best.

Ráðgjöf getur falist í:

 • Ráðgjöf til fatlaðs fólks, þeirra sem eru í námi og þeirra sem langar að sækja um nám.
 • Ráðgjöf til símenntunarstofnana og annarra fræðsluaðila sem bjóða eða hafa hug á að bjóða framhaldsfræðslu fyrir fatlað fólk.
 • Ráðgjöf til kennara eða leiðbeinenda sem starfa við framhaldsfræðslu fyrir fatlað fólk.
 • Ráðgjöf til aðstoðarfólks, tengla, aðstandenda og annarra talsmanna þátttakenda á heimilum og vinnustöðum þeirra.
Umsókn um ráðgjöf
Fræðsla getur verið um ýmsa þætti sem tengjast námi þátttakenda og geta hjálpað við yfirfærslu námsins á daglegt líf, til dæmis:
 • Önnur skynjun - að skilja fólk á einhverfurófi
 • Sjónrænt skipulag
 • Óhefðbundin tjáskipti og tjáskiptatækni
 • Notkun snjalltækja í daglegu lífi
 • Rofar og möguleikar til virkari þátttöku
 • Hlutverk aðstoðarfólks í námi fólks með þroskahömlun og/eða á einhverfurófi
 • Fræðsla um námsfyrirkomulag og þjónustu Fjölmenntar fyrir verkefnastjóra og leiðbeinendur annarra fræðsluaðila
Umsókn um fræðslu

Ráðgjafar hvetja lesendur fréttabréfsins til að nýta sér þjónustuna og að hafa samband ef einhverjar spurningar vakna

Hafðu samband

Hringdu í síma 530 1300 og fáðu samband við ráðgjafa:
 • Anna Soffía Óskarsdóttir er kennsluráðgjafi á sviði samsettra fatlana og tjáskiptaraskana: annaso@fjolmennt.is
 • Helle Kristensen er ráðgjafi á sviði snjalltækja og býður upp á fræðslu um hlutverk aðstoðarfólks í námi: helle@fjolmennt.is
 • Jarþrúður Þórhallsdóttir er einhverfuráðgjafi: jarthrudur@fjolmennt.is

Einnig er hægt að senda tölvupóst á radgjof@fjolmennt.is

Heimasíða
Facebook
Instagram
© 2020 - Allur réttur áskilinn
Fjölmennt, símenntunar- og þekkingarmiðstöð
Vínlandsleið 14
113 Reykjavík
s. 530 1300